Skilmálar & Skilyrði

ALMENNT

Líkami & Boost er íþrótta, heilsu og lífsstíls netverslun. Líkami & Boost tekur enga ábyrgð á innsláttarvillum eða röngum upplýsingum sem birtar eru á vefnum. Þá eru meðtalin verð og vörulýsingar.  Líkami & Boost áskilur sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegund/ir fyrirvaralaust.

Við förum að sjálfsögðu eftir lögum um rafræn viðskipti, sjá lög um rafræn viðskipti nr. 30/2002, og lögum um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000.  Einnig förum við eftir siðareglum Samtaka verslunar og þjónustu um netviðskipti en erum þó ekki aðilar að þeim samtökum.


AFHENDING OG AFGREIÐSLA VÖRU

Afhending vöru fer einungis fram með póstsendingu og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Líkami & Boost ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Líkami & Boost ehf. áskilur sér einn virkan dag til að afgreiða pöntun og koma til Íslandspósts. Ef vara er uppseld getur afgreiðslutími verið allt að 10 virkir dagar. Haft verður samaband við viðkomandi viðskiptavin ef fyrirséð að afgreiðslutími standist ekki.

Líkami & Boost sendir pantanir frítt heim ef verslað er fyrir meira en 5.000kr þar sem það er í boði annars er það á þitt pósthús og gildir það eingöngu innanlands á Íslandi. Pantanir sem berast fyrir kl. 15:00 virka daga berast yfirleitt viðtakanda næsta virka dag.

Líkami &Boost sendir pantanir erlendis líka en fyrir það er greitt sérstaklega og er farið eftir gjaldskrá Póstsins við útreikninga á verði fyrir sendinguna.

Líkami & Boost áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef vara er uppseld, og eða breyting verður á verði og vöruframboði. Viðskiptavinur fær þá endurgreitt 


AFSLÆTTIR OG TILBOÐ

Afslættir gilda ekki með öðrum tilboðum. Í netverslun gildir afsláttarkóði ekki á tilboðsvörur. Það er aldrei frí heimsending á afsláttarvörum eða tilboðum.


SKIL EÐA SKIPTI Á VÖRUM

Þú hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að þú hafir ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Ef verðbreytingar verða á vöru á þessum 14 dögum er hún tekin til baka á gildandi söluverði þann dag, þó ekki á hærra verði en upprunalegu verði vörunnar.


Meðferð persónu upplýsinga

Almennt
Líkami & Boost mun ekki láta upplýsingar á borð við tölvupóstföng, heimilisföng, símanúmer, tölvupóstssamskipti eða aðrar persónuupplýsingar til þriðja aðila án samþykkis viðskiptavinar nema samkvæmt lögum eða dómsúrskurði.


Netverslun
Þegar þú kaupir vörur í netversluninni okkar þarftu að gefa upp persónuupplýsingar eins og t.d. nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer. Veljir þú að greiða með kreditkorti flyst þú yfir á örugga greiðslugátt hjá Valitor þar sem þú þarft að slá inn kreditkortaupplýsingar. Þegar greiðsla með kreditkorti er lokið ferðu sjálfkrafa yfir í netverslunina okkar. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að hægt sé að inna greiðslu af hendi og senda vörurnar heim til þín.


Sjálfvirk upplýsingasöfnun
Auk persónuupplýsinga sem þú gefur upp söfnum við líka upplýsingum sjálfkrafa með vefkökum e.cookies (vefkökur eru skrár sem við sendum til tölvunnar þinnar). Við notum vefkökur aðallega til að gera heimasíðuna betri og hraðari í notkun.


Netföng

Hvernig meðhöndlum við upplýsingar um þig í gegnum samskipti við þig?
Það sem þú deilir með okkur fer ekki lengra nema jú ef það, að okkar mati, varði við lög!

Við ábyrgjumst að við seljum aldrei persónuupplýsingar þínar til ótengdra aðila.

Eins og gefur að skilja þurfum við í sumum tilvikum að deila með öðrum fyrirtækjum upplýsingum sem þau þurfa til að geta veitt okkur, og á endanum þér, þjónustu. Við þurfum t.d. að láta flutningsaðila fá heimilisfangið þitt og símanúmer svo að hann geti sent vörurnar þínar til þín.

Með því að gefa upp annað heimilisfang en þitt eigið gengst þú við því að hafa til þess leyfi frá þeim sem veita á vörunni viðtöku.

Lög & Varnarþing: Rísi upp deilur eða ágreiningur vöru, þjónustu og/eða viðskipta þar sem hlutaðeigandi aðilar ná ekki að leysa úr skal reka slíkt fyrir Héraðsdóm Reykjaness.

Athugaðu: Greiðsluupplýsingar eru ætíð sendar um örugga greiðslusíðu sem hlotið hefur vottun.

Síðast uppfært 24. jún 2016